5.11.2013 | 11:42
Lögverndað verslunarleyfi!
Umfjöllun hafin. Sjá ljósrit, blogg 26.10.2013.
1.mgr. ljósrits. "Ár 1993, mánudaginn 15. mars, kl. 14:00 tók Bjarni Stefánsson, sýslumaður/lögreglustjóri, fyrir í skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Neskaupstað"
"Beiðni byggingarfulltrúa Neskaupstaðar um réttaraðstoð við stöðvun verslunarreksturs að Miðgarði 4, Neskaupatað"
Athyglisvert athæfi! Hvert var lögmæti athæfisins? Hvert var markmið þess og framtíðar sýn?
Þá stund, er Bjarni Stefánsson, sýslumaður, Magnús Jóhannsson, staðgengill bæjarstjóra og Guðmundur H. Sigfússon, byggingarfulltrúi Neskaupstaðar, komu saman til þessarar ólögmætu gjörðar og misnotkunnar aðstöðu og embætta, þá var fyrirlyggjandi á borði sýslumanns, áður bókað eintak lögilds verslunarleyfis, til handa eigendum verslunarrekstrar að Miðgarði 4. Neskaupstað.
Hvað olli blindu og vanhæfi þeirra félaga?
Við skoðun verslunarleyfis, opinberast kunnáttumönnum í lestri. m.a.
"Lögreglustjórinn í Neskaupstað kunngerir:" / "Leyfisbréf til smásöluverslunar í Neskaupstað" / "Til staðfestu nafn mitt og embættisinnsigli." / "Lögreglustjórinn í Neskaupstað 30.maí 1991" Embættisinnsigli: Bæjarfógetinn í Neskaupstað" / "Gjald 50.000-, greitt" Stimplað. "bæjarfógetinn í Neskaupstað" /
Hafandi á skrifborði borðalags sýslumanns löggilt leyfisbréf til eigenda K-Bónusar og verslunar að Miðgarði 4, Neskaupstað. Mátti, þeim þremenningum, ljóst vera, að þeir væru að fremja glæp.
Í það minnsta, lögbrot!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2013 | 21:37
Þegar lögbrot verða að glæp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2013 | 21:50
Síðari hluti formála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2013 | 17:59
Fyrri hluti formála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 13:41
Sönnunargagn um stjórnvaldsglæp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2013 | 12:09
Andblær séra Sigvalda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2013 | 18:06
Furðufyrirbæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2013 | 21:37
Hugleiðing um útgáfu bókar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2013 | 10:00
Norðfirsk pólitík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 12:24
Listaverkasýning. Ókeypis og öllum opin.
Eftir úrhellisregn á síðkvöldi 3.okt., opinberast, í dagrenningu þess 4., ein mesta fegurð Norðfjarðar. Fjörðurinn sléttur sem póleruð mubla. Hæðstu fjallstindar hvorki gráhærðir né þakktir kuldabólum. Háskýjað er og mild birta. Mun fljótlega snúast til sólar. Hitastig árdags er 7,8 gráður. Skrúð haustlita er, í hátoppi fegurðar. Fjölbreitt litskrúð berjalings og fjallagróðurs ber við augu, Allt frá fjöruborði til efstu hæða kletta og gróðurfláka fjalla. Oktobermánuður árs 2013,er genginn í garð.
Ókeypis listaverkasýning. Öllum opin!
Ég vaknaði við hamagang hóps Þrasta. Sá mikla hreifingu í Reyniviðartré úti við herbergisgluggann. Búskar Reyniberja hverfa á örstundu. Síðan hljóðnar. Fjöldi Þrasta hverfur yfir í stórvaxiið Aspartré nágrannans, Jóns Einarssonar. Enn eru tré í fullu laufskrúði haustlita. Úr tré nágrannans berst fagur ómur fjöldasöngs þrasta. Minnir á söng þorrablótsgesta. Á góðum stundum!
Og nú, loksins! Loksins! Eftir ásýnd vatnslausra lækjarfarvega, síðsumars og haustdaga, byrtast morgunsprænur úr annars skrælþurrum lækjafarvegum. Og það farvegum stærstu lækja! Hefði vatnsupptaka vatnsveitu Norðfjarðar ekki verið komin inn að árfarvegum Tandrastaða og Fannardals, neðan Norðfjarðarfannar-jökuls, þá hefði ríkt neyðarástand á liðnu sumri í vatnsöflun Neskaupstaðar.
Slíkar voru afleiðingar viðstöðulausrar veðurblíðu og lognkyrrðar sumarsins. Allt frá upphafi júnímánaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar