ÞYRNIRÓSU SVEFN!

Dagur lýðveldistofnunar á Íslandi, ár 1944, var eftirminnilegur. Veðurblíða í Neskaupstað. Fjölsótt hátíðarhöld  fóru fram í skrúðgarði bæjarins, samlyggjandi við þá nýlega sundlaug. Í þann tíma var íþróttavöllur staðarins úti á „á bökkum“ rétt vestan núveranmdi innsiglingarvita. Margt var  -samkvæmt minni- í boði til gamans og alvöru:  Ræðuhöld, kórsöngur, fimleikar, fótbolti, almennur dans, að kvöldi. Haldinn í fimleikasal  hins –þá ca. 15 ára-  myndarlega húsnæðis barnaskólans. Hamingja og gleði lék um hugi flestra viðstaddra.

Þann 17. júní 1964, var þess minnst að tuttugu ár væru frá lýðveldistöku. Mikið var við haft.  Ræður fluttar. Tónar  fagurklæddra liðsmanna lúðrasveitar, undir stjórn  tónmeistarans Haraldar Guðmundssonar, hljómuðu vítt um fjörðinn. Uppákomur við íþróttavöll og sundlaug: Í formi keppnis íþrótta, ýmissra glens og gaman atriða og dansleiks að kvöldi.  Þá var afmælis lýðveldisstofnunar minnst með pomp og prakt, við gleði og líflega þáttöku  bæjarbúa.

Í dag, 17,júní 2014,  er því mætt með söknuði  í Neskaupstað  að ekki skuli þess  minnst að sjötíu ár eru  liðin frá lýðveldistöku þjóðar.  Engir viðburðir: Á sviði tónlistar, söngs, kóra né einstaklinga, ekkert líf við sundlaug, ekkert líf  á íþróttavelli, engin ræðuhöld, engir hoppukastalar, engin tjöld með veitingum og uppákomum, engin fjallkona, engir hestamenn, engir dansleikir, engir fánar við hún flaggstanga opinbera stofnanna, og ???  Hrósa má þó allmörgum eigendum íbúðarhúsa fyrir virðingu þeirra við þjóðhátíðardag.  Þótt svo ofmargar fánastangir  hafi verið við hvíld.  Einnig má  hrós berast eigendum gistiheimilis Capitano, verslunar  Nesbakka, umsjón Olís stöðvar og mynjasafns. Fyrir að draga fána að hún í tilefni þjóðhátíðardags.  Að öðru, ekkert sjáanlegt í boði fyrir aldna né unga, í Neskaupstað.

  Þyrnirósubklær yfir þjóðhátíðardegi í Neskaupstað!   



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband