14.6.2014 | 15:19
SORGLEGT!
Norðfirska fata og tískuvöruverslunin System, hafði að baki nær 23. ára rekstur, þá henni var lokað. Lokað að tilhlutan ákvörðunar stjórnenda núverandi Sparisjóðurinn Norðfirði. Verslunin var þekkt fyrir úrval fata og tískuvarnings, auk annars, og ástundaði góða þjónustu. Rekstur hennar var Norðfirskri byggð og samfélagi til sóma. Efldi jákvætt svipmót byggðar! System hefur alla tíð verið í eigu dugmikilla Norðfirskra hjóna. Þeirra Víglundar Gunnarssonar og Jónu Bjargar Óskarsdóttur. Sorgleg er staðan, nú! Að blómleg verslun skuli vera í rúst lögð! Trúlegast af mistækra manna völdum! Verðmætum umbúnaði verslunar, varpað í upplausn! Vörulager marg auglýstur til útsölu, með allt að 80% afslætti. Spurningar vakna! Að hvaða marki stefnir stjórn sparisjóðsins með þess háttar aðför? Stefnir hún: Að verndun verðmæta? Að eflingu eigin viðskiptavildar og trausti Norðfirðinga? Að eflingu fjölbreyttni atvinnulífs í Neskaupstað? Að milljóna tapi Sparisjóðsins? Í stofnskrá forverans Sparisjóðs Norðfjarðar- var það markmið efst, að stuðla að eflingu atvinnuhátta og byggðar í Norðfirði! Slík markmið virðast ekki til staðar, nú! Sorglegt að árangur þrotlausrar uppbyggingar til þjónustu og atvinnusköpunar, skuli nú, varpað fyrir björg! Bara sisona!
Í fjöld daga, hafa dreyfimiðar borist úr pósti. Síðastur þeirra, boðar drambslega: LOKA LOKA LAGERÚTSALA / Laugardaginn 14.júní / allt verður selt með 80% afslætti Hvert er álit núverandi hluthafa í SPARISJÓÐURINN Norðfirði Eitt sinn var hann og hét Sparisjóður Norðfjarðar! Væri máski rökrétt að Sparisjóðurinn Norðfirði væri falboðinn á útsölu! Þar sem allt verður selt með 80% afslætti.
Rústa þar með afkomu starfsfólks og forstöðumanna!
BARA SISONA?
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.