26.4.2014 | 20:06
HVERT ER LÖGSKIPAÐ STJÓRNSÝSLUMBOÐ BÆJARSTJÓRNA ?
Hver sá sem kjörinn er til samfélagsstarfa, sem fulltrúi í bæjarstjórn, hefur hlotið umboð kjósenda til stjórnar og valdsákvarðana til framþróunar síns sveitarfélags. Umboð það, grundvallað á heimildum laga og reglugerða. Kjörinn fulltrúi hefur ekki öðlast eignarétt á byggð né bóli! Hefur eigi hlotið ráðstöfunarrétt varðandi lífsafkomu einstaklinga! Hefur eigi hlotið heimild til stjórnarsamþykkta er skapast af geðþótta og skapsmunum. Allar stjórnvalds ákvarðanir verða að hafa stoð í lögum og lögmætum reglugerðum. Geðþóttavald, frekja og ofbeldi á ekki stuðning í lögum! Ofbeldismenguð geðþóttaákvörðun er því ómarktæk stjórnargjörð! Lögleysa! Sama hvaða borðalögð gullhúfa stendur að baki gjörðar!
Viðhafi bæjarstjórn og undirnefndir, ólögmætar stjórnvaldssamþykktir og athafnir í formi ofbeldis, geðþótta eða pólitísks heiftarhuga, og eða önnur lögbrot gegn mannréttindum, þá varðar slíkt beitingu refsilaga gagnvart bæjarstjórn og nefndum. Komi til slíkra kringumstæðna, þá hefur viðkomandi bæjarstjórn fyrirgert stjórnvaldsumboði sínu. Umboði, fengnu frá kjósendum á lögboðnum fjögura ára fresti.
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.