17.6.2013 | 13:12
Í dögun þjóðhátíðardags
Í dögun Þjóðhátíðardags, 17. Júní. Norðfjörður skartar sínu fegursta. Með lognkyrrð og spegilsléttum sjávarfleti. Léttskýjað í fyrrstu en fljótlega komin heiðríkja. Morgunhiti í forsælu 9,4stig. Á hádegi 16,1 stig. Og kominn notalegur andvari, er bærist inn Norðfjarðarflóann. Efst til fjalla, umhverfis fjörðinn, er snjór svo til horfinn. Þó eftirlegu flekki megi sjá, ofarlega,og inn til dala. Hlýindi hafa einkennt Júní mánuð. Kyrrðar dagar og sólríkir. Gróður í algleymi. Mannlíf eflist. Í dag þurfa Norðfirðingar ekki að klífa fjöll og hálendi til að njóta hátíðarhalda í tilefni 17.júní. Öfugt við undanfarin ár. Þá hátíðarhöld 17.júní, í Neskaupstað, höfðu lagst í dróma. Í dag er efnt til samkomu á íþróttavelli Neskaupstaðar.
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flott síða gaman að skoða síðuna hjá þér.
Gústi (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 21:46
flot síða hjá þér
Óli (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.