25.2.2013 | 10:50
Sumardagar í febrúar.
Dýr er góður nætursvefn. Tíu þúsund hver nóttin. Takk!
Vel er ég hvíldur eftir góðan nætursvefn. Heilnæmur morgunverður afstaðinn. Dagsverkin fram undan. Huga að verkefnum dagsins. Horfi yfir Norðfjörð svo spegilsléttan undir geislum morgnsólar. Hitastig í byggð +9,6°C. Á Oddskarði +4°C. Ekki er snjókorn á götum, lóðum né láglendi. Aðeins tempruð snæhula ofarlega í fjöllum. Þegar morgundoði allur er á braut, staðnæmist hugur minn við þá staðreynd, að pyntingar skattur bæjarstjórnar Neskaupstaðar, svo nefndar dagsektir, hafa hækkað um tíu þúsund krónur meðan ég svaf og naut gefandi draumfara. Skondið!
Nóttin að baki og dagsektir bæjarstjórnar orðnar 78 milljónir átta hundruð og fjörutíu þúsund.
Flott maður fínt var orðtak þekkts nobbara.
Ætla má að nú fækki skjót ríkjandi sumardögum, hér austanlands. Þeir fari á biðlista, að stórum hluta, fram í miðjan júní n.k.
Þakkir fyrir veðurlag febrúar mánaðar árið 2013.
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.