Eru þolendur dagsekta, margir í Neskaupstað?

Ég býð lesendum minna blogg skrifa að fylgja mér huglægt um götur og torg hér í Neskaupstað.       Í nútíð og jafnvel aftur til árs 1991. Sú yfirferð er til könnunar á umhverfi og staðsettningu hinna ýmsu verslana og þjónustustöðva í bænum. Þjónustustöðva þess opinbera sem og einkarekstrar. Ætlun er að skoða almennt aðgengi að þjónustustöðum. Fyrir bifreiðar og gangandi.                 Skoða tengingar þjónusturekstrar við íbúðarhús. Skoða afstöðu þjónustustöðva við gatnamót og blindhæðir. Skoða breidd gatna og bílastæðamál.  Hugsanlega verður gluggað í umferðarlög.        

Umfjöllun mun birtast í áföngum.

Í fyrrsta áfanga hefjum við ferð í Melagötu og höldum austur að Miðstræti.

  Þá til vinstrihandar er íbúðarhúsið Melagata 7.  Er staðsett rétt vestan blindhæðar og krossgatna móta er tengja saman Hólsgötu, Melagötu og Miðstræti. Lengst af hafa verið tvær íbúðir í húsinu. Og um árafjöld og enn í dag er lögreglustöð Neskaupstaðar í austurenda hússins. Starfsstöð lögreglu og bíla geymslur.  Á efri hæð er meðal annars móttaka og skrifstofur o.fl.  Á götuhæð eru tveir bílskúrar. Bílastæði eru að hámarki þrjú.   Og trúlegast samnota fyrir íbúðir og lögreglustöð.           Rétt vestan þeirra bílastæða eru gatnamót vegar er liggur skáhalt niður bratta brekku og myndar tengingu við Hafnarbraut.  Ef keyrt er upp þennan veg, má segja að efst sé blindhæð.  

Breidd Melagötu, beggja vegna lögreglustöðvar, er svo til jöfn við breidd akstursbrautar Miðgarðs. Þeirrar götu sem verslun K-Bónusar er og hefur verið í rekstri. 

Lögmætur rekstur K-Bónusar hefur þurft að þola grimmilegt einelti og ofbeldi í 22ár, frá hendi bæjarstjórnar og þ.v. sýslumanns, Bjarna Stefánssonar.  Hefur auk þess þurft að sæta dagsektum sem nú eru samanlagt orðnar kr.76 milljónir og átta hundruð þúsund 00/100. Þá án verðbóta. 

 Spurning dagsins er: Hefur lögreglan og eða ríkissjóður verið í hópi þolenda dagsekta frá hendi bæjarstjórnar Neskaupstaðar.  Og þá til jafnræðis við  rekstur K-Bónusar? 

 Krafist er svara!  

Ef ríki og lögregla hafa ekki verið þolendur dagsekta til jafns við rekstur K-Bónusar?  Hvað veldur?  Allir eru jafnir að lögum.

Framhald. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband