Erindi sent bæjarstjórn í ágúst 1991. Enn óafgreitt!

Þann 12.ágúst 1991 var bréf sett í ábyrgðarpóst. Bréfið stílað til bæjarstjórnar Neskaupstaðar. Í því bréfi var þess óskað að bæjarstjórn framkvæmdi lögboðna grendarkynningu. Varðaði fyrirhugaða staðsettningu matvöruverslunar Karma hf. við Miðgarðsgötu.

Á bæjarstjórnum hvílir sú lögskylda að annast könnun á afstöðu íbúa í grend fyrirhugaðrar starðsettningar atvinnu og þjónustustarfsemi. Í þessu tilfelli staððsettningu matvörubúðar. Bæjarstjórnum ber að lögum að ljúka framkvæmd könnunar innan tveggja mánaða frá móttöku á beiðni þar um.

Samkvæmt Þessu lagaboði bar bæjarstjórn Neskaupstaðar að ljúka framkvæmd umbeðinnar könnunar, eigi síðar en í lok október 1991.  Þessu lögboðna verki hefur bæjarstjórn ekki sinnt. Hefur ekki enn lokið starfsskyldum þar um.  Það hefur tekið bæjarstjórn Neskaupstaðar 22 ár að ljúka þessari verkframkvæmd. Og enn sér ekki til verkloka þessa smágerða og einfalda verkefnis.

Hvað hefur tafið orminn langa?

Hvað veldur framkominni lögbrota áráttu bæjarstjórna? Birtist þar árátta til ofbeldis og ójöfnuðar? Eða er það birtingarmynd uppþembu í mikilmennsku sökum ásettnings?

Þá starfandi sýslumaður Bjarni Stefánsson, bæjarfulltrúar og fulltrúar í bygginganefnd þess tíma hafa fengið greidd laun frá hendi skattborgara ríkis og bæjar. Fengið greiddar þóknanir fyrir ólögmætar athafnir í opinberu starfi. Fengið launagreiðslur fyrir ástunduð lögbrot gegn saklausum þolendum. Hafa fengið greidd laun fyrir ómennsku og hörku í ástundun eineltis og ofbeldis.

Í áranna fjöld!  Hvernig má það vera?    Hvernig gat það gerst?

Hafði bæjarstjórn og sýslumaður Bjarni Stefánsson (núverandi sýslumaður á Blönduósi) engum lögboðnum verkefnum að sinna?  Þurfti starfstími þeirra ekki að nýtast til lögmætra skyldustarfa í velferðar þágu samfélagsins? Almenningi til heilla!  Getur það talist löglegt að tilgreindir opinberir starfsmenn sameinist til lögbrota og ofbeldisverka? Og eyði þar til fjölmörgum launuðum starfs dögum embætta sinna?  Mánuðum og árum saman?

Og þeir Viðhafi svo launatökur úr sameiginlegum sjóðum almennings?  Sem þóknar pening í eigin vasa?  Laun fyrir stolnar vinnustundir. 

Siðferðislega ber þeim að endurgreiða hið uppsafnaða fé. Viðhafa endurgreiðslur til sameignarsjóðs skattgreiðenda.

Sú endurgreiðsla gæti numið tugum milljóna króna sökum mikils fjölda stolinna vinnustunda í gegnum árafjöld. Vinnustunda við ólöglögmæta og refsiverða háttsemi. Vinnustunda við aðfarir til niðurbrots lífsgæða saklausra þolenda. Vinnustunda til niðurbrots á efnahag fjölskyldu. 

Hver var orsök þessa?  Var það sjúkleg árátta?  Var það pólitík og persónu hatur?  

Eða máski mishugsuð mikilmennska?

Óskiljanlegt! 

 

 Vísa til bloggs míns frá 6. febrúar s.l 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband