Undirbúiningur kæru til ríkissaksóknara

Hér er birt endurrit úr gjörðabók Bjarna Stefánssonar, sýslumanns.   Þar sem hann ritar eigin hendi:

„Ár 1993 mánudaginn  15. marz,  kl.14:oo   tók Bjarni Stefánsson sýslumaður/lögreglustjóri, fyrir í skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Neskaupstað

Beiðni byggingarfulltrúa

Neskaupstaðar um réttaraðstoð

við stöðvun verslunarreksturs

að Miðgarði 4, Neskaupstað

Skjöl málsins nr. 1  til  49  liggja frammi.

Lagt er fram:

Nr. 50  ábyrgðarbréf til Gests Janusar í myndriti,  dags. 12.03.93.

Mættir eru Magnús Jóhannsson, staðgengill bæjarstjóra Neskaupstaðar og Guðmundur Sigfússon, byggingarfulltrúi Neskaupstaðar.

Framgangur málsins er kynntur mættum.

Farið er yfir lagaákvæði, sem koma helst til álita, og sérstaklega   c. Lið   2.  Gr.  laga um meðferð opinberra mála  nr. 19/1991.  Mættum er gerð grein fyrir því, að lögreglustjóri telur mál þetta nægjanlega rannsakað til að leggja það fyrir ríkissaksóknara til þóknanlegrar umfjöllunar. Mættum er gerður greinarmunur á þeim stigsmuni, sem er á opinberum málum fyrir og eftir að ákæra hefur verið gefin út og birt þ.á.m. aðild.

Mættum er sérstaklega gefinn kostur á því, að leggja fram frekari kröfur í máli þessu ef lög heimila.

Mættu samþykkja að málið verði sent ríkissaksóknara, en kveða málatilbúnað bæjaryfirvalda beinast eingöngu að brottnámi hins ólöhmæta ástands að Miðgarð 4, en krefjast eigi að fyrirsvarsmönnum Karma hf verði refsað fyrir athæfi sitt, né er krafist neinna bóta.

Upp lesið staðfest.

Magnús Jóhannsson (sign) Guðm. H. Sigfússon   (sign)

Vottur:   Ásgeir Lárusson (sign)

  Véku frá kl. 14:35.

Fleira ekki gert.

Bjarni Stefánsson (Sign)

Embættisstimpill

Rétt endurrit staðfestir.

Sýslumaðurinn í Neskaupstað

Bjarni Stefánsson.

 

Þessi gjörningur þriggja framangreindra valdsmanna er svo langt frá að teljast siðleg eða lögmæt athöfn.   Er í fjarlægð himins stjarna, frá öllu mannsæmandi atferli, siðferði og heimildum laga.

Spurningar vakna.  Er hugsanlegt að þeir félagar, Bjarni, Guðmundur, Magnús, hafi verið í svefndrunga, verið í vímu eða verið ylla fyrir kallaðir þann tímann sem þessi gjörningur átti sér stað?

Var Bjarni Stefánsson, sýslumaður -þá stundina- íklæddur einkennisbúning sýslumanna berandi gilltum stöfum: „Með lögum skal land byggja“?

Og spurt hvort var hér á svið sett  leikgerð eða þorrablótsbrandari?

Í alvöru sagt! Það sem þarna fór fram má telja glæpsamlega aðför að saklausu fólki.

Þessi bíræfni gjörningur sýslumanns og félaga á sér vart fordæmi og varðar trúlegast við refsilög.

Og hvað segja lögin?

Það verður skoðað næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband