Til Veðurstofu og "flóttamanna að austan"

Skráð Þriðjudag 29.jan. 2013
Í útvarpsfréttum varar Veðurstofa við snjóflóðahættu á Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Segir að athugað verði síðar um þörf rýmingar húsa. Norðfirðingar eru fullir undrunar yfir ótímabærri tilkynningu hvað varðar Neskaupstað.

Frétt til “flóttamanna að austan“
Að morgni þess 29.janúar s.l. Múlinn –staðartáknið- ber netta snjóhulu. Hellisfjarðarskriður að mestu snjólausar. Barðsnesfjall og Búlandið í snæþekju í efra. Snjólaus neðan miðlínu og inn til fjarða.
Fjallið ofan byggðar í Neskaupstað ber snæhulu. Ekki sjáanleg mikil fylling ofan byggðar og vinnusvæða. Snjóflóðahætta? Ekki trúverðug.

Inn til dala og beggja vegna Oddskarðs er mikil snjófylling. Sögð með meira móti. Telja má snjóflóðahættu við Oddskarðsveg, í Blóðbrekkum. Undir Magnúsartindi og í hlíðum norðvestan Oddskarðs. Innan fjarðar er þægilegur vindbelgingur. Háskýjað. Götur bæjarins með frosna krapaglæru. Hiti +2,3°.

Veðurstofa í sínu virðingarverða starfi má ekki hræða um of.
Fremur gæta varfærni í tilkynningum.
Ætti sökum þessa að biðja íbúa Neskaupstaðar opinberlega afsökunar. Nýlega er búið að minna íbúa á hamfarir desember mánaðar árið 1974. Með útgáfu bókar.
Málið er enn viðkvæmt í hugum fjölda íbúa og aðfluttra.

Hugur minn hverfur til barnæsku. Er við börnin frá Naustahvammi, Bjargi og Móakoti, í fylkingu og í skammdegismyrkva, hófum 30 til 45 mínútna göngu
-nær 4km.leið- til mætingar í barnaskóla. Fótgangandi. Hvernig sem viðraði.
Stundum gengnar -sökum snjóþyngsla- torfærar fjörur með hálku á grjóti og í fjörubökkum.
Heilsubótar ganga að sönnu. En á stundum kaldsöm um of.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband