26.1.2013 | 21:49
Jón Baldvin.
Jón Baldvin, sá velgefni maður, brást mínum jafnaðarmanns og lýðræðslegu væntingum. Þá hann undirritaði EES.samninginn. Undirritun samnings fór fram án undangenginnar könnunar um þjóðarviljann. Áður en svo umfangsmikill og afdrifaríkur samningur var undirritaður, hefði verið rík ástæða til að kynna hann fyrir alþjóð og efna til þjóðaratkvæða um gildistöku hans. Svo umfangsmikið og afdrifaríkt stórmál var um að ræða. Það þarf að virkja þjóðarviljann þegar í gangi eru stórar ákvarðanir.
En Jóni Baldvin ber að þakka ýmislegt. Ég vil þakka honum,hvernig hann brást við örsnöggt, með djörfung og dug, þá neyðarkall barst frá smáþjóð í nauðum. Smáþjóð við Eistrasalt. Með stuttum fyrirvara brást Jón Baldvin við útkalli til björgunar smáþjóðar úr helgreipum Rússa. Á þeim örlaga stundum kom Jón Baldvin Íslandi í virðingarsess meðal þjóða heims. Á þeim stundum gerðist heimssögulegur atburður. Atburður sem skráður er á spjöld sögunnar.
Þakkir til Jóns Baldvins.
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.