25.1.2013 | 14:24
Okkar fagri Norðfjörður!
Í dag, skartar okkar lognkyrri Norðfjörður sínu fegursta. Heiður himinn. Fjöllin alhvít. Endurspegla sólarbirtu niður yfir byggð. Í fjöllum snjófylling hið efra. Hvít snæhula í neðra. Götur auðar. Garðar húsa skarta örþunnri snæbreiðu. Sólin vermir Júdasarbalann, sjúkrahúsið og barnaskólann. Sólin mun skýna um glugga og stofur Miðgarðs og Melabúa innan þriggja daga, ef viðrar. Hitamælir sýnir+1,8g.
Fjallaumgerð fjarðarins svo orkugefandi og fögur.
Það sem af er jánuar 2013, þá yfirgnæfði lognið flesta morgna. Andvarinn yfirtók miðdegið. Lognið kvöldin. Undantekning: Gola í 6 morgna og fjögur miðdegi.
Draumur! Fegurð!
Fjallaumgerð fjarðarins svo orkugefandi og fögur.
Það sem af er jánuar 2013, þá yfirgnæfði lognið flesta morgna. Andvarinn yfirtók miðdegið. Lognið kvöldin. Undantekning: Gola í 6 morgna og fjögur miðdegi.
Draumur! Fegurð!
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.