Áreiðanleiki minna frásagna.


Hver er áreiðanleiki minna frásagna?

Miðað við minn stíl og framsettningu hér á bloggsíðum, þá væri eðlilegast að lesendur bloggsíðna minna stæðu á öndinni. Andlag minna frásagna er vonandi einstakt í sögu lands og þjóðar. Vonandi er til heilbrigð stjórnsýsla vítt um land. En svona gerðist og gerist enn á mölinni í Neskaupstað. Ekki væri óeðlilegt að hugsun lesenda mótaðist í þá veru hvort skrásetjari væri fullur, uppdópaður eða andlega sjúkur. Ekkert af þessu er staðreynd. Ég, Gestur Janus er með fulla vitund og dómgreind við mínar gerðir. Ég hef, eftir langvarandi og þrotlausa vinnu þar um, unnið mig lausan við biturð, reiði, vonbrigði og uppgjöf, sökum afleiðinga eineltisins og ofbeldisins. Ég vinn ávalt afslappaður við samningu frásagna. Stefnufastur. Án vímugjafa. Eðalvín hef ég umgengist, gegnum árin mörg, með inntökumagni einnar teskeiðar. Eina teskeið á mánuði,takk. En þorskalýsið tek ég með matskeið. Ég telst því með fulla rænu við ristörfin. Vinn af heiðarleika við samningu sannra frásagna. Skráset sannar frásagnir. Frásagnir sem styðjast við gagnaskráningu þess opinbera. Markmið frásagna? Ég vil eftir hræðilega lífsreynslu fyrir mig og fjölskyldu mína. Standslausa upplifun um áratuga skeið. Og eftir ofurálag á líkama og sál gegnum árin. Eftir heilsutap og rústun margskonar eigna, sem og rústun lausafjáreigna. Eftir brostinn efnahag af völdum öfundar, pólitíkur og haturs. Þá vil ég leggja málin fyrir augu alþjóðar. Vil vekja upp augu og eyru yfirvalda dómsmála og réttarfars í landinu. Í von um breytingar til réttarbóta fyrir almenning. Almenning framtíðar. Fyrir framtíð okkar lands. Vil Vekja yfirvöld dómsmála. Vekja ráðherra og alþingismenn. Til réttsýni. Til ígrundunar og vandvirkni í störfum. Vil að þeir vinni. Vil að þeir komist upp úr sandkössum leikvalla við Austurvöll. Í von þess að ofbeldismenn og embætta- nauðgarar verði hvorki kosnir né skipaðir til embætta. Verði ekki kostnir til bæjastjórnastarfa né annara mannaforráða. Ég vil að yfirvöld vakni! Ég vil að þau mál sem ég hef hafið frásagnir af komist í vandaða opinbera rannsókn. Og til meðferðar dómstóla. Stærsti hvati til minna athafna er sá að ég vil ljúka við -áður en ég fer undir græna torfu- að hreinsa mannorð minnar fjölskyldu. Hreinsa fjölskylduna af áburði um óheiðarleika. Af áburði um afbrot og stórglæpi. Vil hreinsa þá heiðarlegu, atgerfismiklu og vammlausu einstaklinga af lygum valdsmanna. Valdsmanna óheiðarleikans. Valdsmanna ofbeldisins. Ég vil hreinsa mannorð fjölskyldu minnar. Fjölskyldu sem einungis hefur lagt samfélagi sínu til það besta sem löghlýðnir og siðavandir og kærleiksríkir einstaklingar geta gefið,til sínna. Geta gefið sinni samtíð!
Sem mitt síðasta verk: ætla ég að hreinsa þá glæpsamlegu útbíjun á þeirra nöfnum og persónum sem Norðfirskir ofbeldismenn og mannorðsnauðgarar hafa fest á spjöld sögunar. Fest á spjöld sögunar með ósönnum söguskráningum í opinberar gjörðabækur og bréf. Gögn sem ætla má að varðveitast munu um hundruði ára á söfnum eða hjá þjóðarbókhlöðu. Varðveitast þar á borð við íslendingasögur og aðrar heimildir.
Skítt með pólitískar árásir Norðfiskra ofbeldismanna og mannorðsnauðgara,á mig og mína persónu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt ef satt er!   Ég sé á athugasemdum að lítil umræða skapast um þessa meintu valdamisnotkun.  Verðurðu ekki að tala við góða fjölmiðlamenn.  Kastljósið?  Sölvi á Skjánum? Jafnvel Jón Ársæl?

Persónulega fannst mér Smári óttalegur tuddi í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar en það er óábyrg persónuleg skoðun mín, datt ekki í hug að hann væri svona slæmur, ef satt er!

Hitt er svo annað ef  þú blandar saman íbúðarhúsnæði og verslunarrekstri þá er ekki hægt að kalla afskifti af verslunarrekstrinum brot á friðhelgi heimilisins!      En eftir þessum lýsingum þínum þá ganga þessi afskifti út fyrir allan þjófabálk.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 18:33

2 Smámynd: Gestur Janus Ragnarsson

Góðan dag! Bjarni Gunnlaugur. Takk fyrir innlit þitt og áhuga á þjóðmálum og réttarstöðu hvers borgara. Mér fynnst gott að fá heiðarlega gagnrýni. Ég ítreka að ég set aðeins frásagnir af háttsemi og athöfnum sem eingöngu eru byggðar á opiberum gögnum sem tilgreindir gerendur og ofbeldismenn skráðu eigin hendi í gjörðabækur, bréf og skjöl. Ég legg áherslu á að viðhafa engan skáldskap. Vona að ég hrasi ekki af þeirri braut. Í þeim heljar búnka gagna sem ég á eftir að fjalla um, er einstakt efni um glæpsamleg afbrot og misnotkun valdsmanna í bæjarstjórn og Bjarna sýslumanns. Núverandi sýslumanns á Blönduósi.

Þú nefnir fjölmiðla, m.a. Kastljós. Ég er ekki fyrir það að trana mér fram. En ef þeir óska eftir viðtali, þá mun ég að sjálfsögðu ræða við þá. Mér fynnst mjög, mjög miður að þurfa að eyða æfidögum í að verjast pólitískum glæpum og ofbeldi þeirra valdsmanna sem eiga og eru á launum til að tryggja velferð hvers einstaks þjóðfélagsþegns,þessa lands. Ég skorast þó ekki undan. Tek til varna. Fyrir mig. Fyrir mína. Fyrir alþjóð. Fyrir framtýð þjóðar.

Þú kemur inn á friðhelgi heimilis. Verslun á neðrihæð. Aðeins opin að degi til, er ekki heimili. Er vinnustaður. Heimili á efri hæð, afdrep og samverustaður fjölskyldufólks, þar sem allt persónulegt er, hverju nafni sem nefnist, það er friðhelgað heimili. Þökk sé Stjórnarskrá og lögum.

Árásir lögreglu,lögregluvaktir yfir inn og útgöngu, í röð kvölda. Bankað á hurðir, allt fram undir miðnætti miðnætti. Hótunarsamar hringingar valdsmanna, á matartímum, á kvöldtíma á helgidögum, það er sannanlega rof á friðhelgi heimilis. Þú fyrirgefur orðaflauminn. Aftur takk fyrir innlitið. Velfarnaðar kveðjur

Gestur Janus Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gestur Janus Ragnarsson

Höfundur

Gestur Janus Ragnarsson
Gestur Janus Ragnarsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Byggðamyndir 40
  • IMG_3412
  • Brúðkaupsmynd
  • Rakel Guðlaug
  • 008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband