19.1.2013 | 18:27
Eini löghlýðni bæjarfulltrúinn.
Eini löghlýðni bæjarfulltrúinn árið 1992 reyndist vera Stella Steinþórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Neskaupstað.
Á 1002. fundi bæjarstjónar Neskaupstaðar, þann 10.mars 1992, flutti Stella eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkir að beina þeim tilmælum til bygginga og skipulagsnefndar, að hún endurskoði afstöðu sína í máli verslunarinnar Karma, og leyfi rekstur hennar. Ljóst er að eins er ástatt hjá fjölmörgum aðilum öðrum sem stunda smá atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og við þröngar götur.
Á tímum vaxandi atvinnuleysis og samdráttar, telur bæjarstjórn ekki verjandi að hindra þennan atvinnurekstur. Bæjastjórn telur að taka verði tillit til aðstæðna hér í bænum ss. þröngra gatna vegna mikils brattlendis og landleysu vegna snjóflóðahættu"
"Tillagan felld með 4 atkv. gegn 1 atkv."
Tillaga Stellu ber vott um glöggskyggni til mannsæmandi atferlis,
glöggskyggni til jafnræðis aðila, og glöggskyggni til mennsku og lögmætiskyldu stjórnvalda sem og til ákvæða stjórnarskrár um jafnan rétt landsmanna til atvinnu og eignanota.
Einvaldurinn og þrír fánaberar hans, gerðust lögbrjótar, er þeir, á grundvelli -ekki lagaákvæða- heldur geðþótta, felldu framsetta tillögu Stellu. Fjórir bæjarfulltrúar -að venju í hlutverki fánabera einvaldsins- sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
þannig hindruðu eineltismenn lögmætan framgang tillögunnar og réttvísinnar. Og samkvæmt sinnuleysisreglu laga má telja þá, alla, meðseka í einelti og ofbeldi meirihluta bæjarstjórnar. Allt fram til dagsins í dag. tuttugu og tveimur árum síðar.
Á tímamótum tillögu, Stellu, hafði matvöruverslun Karma hf. verið í rekstri í rúma sex mánuði. Þá sex mánuði máttu eigendur og stjórnendur hennar þola vikulegt, á stundum daglegt harðræði, margháttað einelti og ofbeldi, sem og síendurtekin rof á friðhelgi heimilis. Öll framkvæmd þessa var drifin af bæjarstjórn, að frumkvæði einvaldsins, Smára Geirssonar. Á haustdögum árs 1991, ritaði bæjarstjórn beiðni til þáverandi bæjarfógeta í Neskaupstað Ólafs Kr. Sigurðssonar og óskaði eftir liðveislu hans við lokun verslunarinnar. Í svarbréfi bæjarfógeta kom fram að eftir nána skoðun og yfirvegun hans á málsástæðum sem og réttarstöðu verslunar og eigenda, þá væri ekki að fynna neina lagastoð til réttlætingar á stöðvun rekstrar, né lokun verslunarinnar.
Framhald? Síðar? Já!
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.