15.1.2013 | 13:25
Þegar samfélög vernda ofbeldið
Bókin: Myndin af pabba. Saga Thelmu, segir átakanlega sögu barnungra systra er urðu þolendur ótrúlegs -andlegs og líkamlegs- ofbeldis af hendi sjúks föður og hans vina.
Þar greinir frá hvernig samfélag, þess tíma, í Hafnarfirði, verndaði ofbeldið með þögn og sinnuleysi. Stjórnsýsla þess samfélags sem Telma og systur ólust upp í, var sjónskert. Árum saman var vitað um framrás ofbeldisins. En samfélagið svaf þyrnirósarsvefni. Með þögn og athafnaleysi virðast bæjarstjórnarmenn, barnaverndarnefnd, sýslumannsembætti og lögregluþjónar staðarins, ekki hafa sinnt lögboðnum starfsskyldum. Kennarar grunnskólans, prestur, vinnustaðir, nágrannar, leikfélagar, leygubifreiðastjórar, staðarblöð og almennir fjölmiðlar virðast hafa vitað, en þagað. Allt bæjarsamfélagið virðist hafa lagst á eitt við yfirbreiðslu þagnarinnar. Ekki til verndar systrunum barnungu. Heldur til verndar stjórnsýslu, embættismönnum og stofnunum staðarins. Til verndar sjúkum föður og ofbeldisfélögum hans. Ofdrykkjumönnum. Systurnar fengu ei notið verndarákvæða stjórnarskrár og laga. Hver hefðu viðbrögð samfélagsins orðið, hefðu fréttir borist af systurnum rammvilltum og vanbúnum í illvirðri á heiðum uppi. Hefði þá sinnuleysi og þögn ríkt? Hefðu engar björgunaraðgerðir farið í gang? Með þögninni var ofbeldið verndað. Sinnuleysi samfélagsins og afskiptaleysi má flokka sem jafn alvarlegt afbrot og ofbeldið sjálft.
Heimildir: bókin ââ¬Åmyndin af pabba.ââ¬
Spurt árið 2013, er íslenska samfélagi að vakna?
Þar greinir frá hvernig samfélag, þess tíma, í Hafnarfirði, verndaði ofbeldið með þögn og sinnuleysi. Stjórnsýsla þess samfélags sem Telma og systur ólust upp í, var sjónskert. Árum saman var vitað um framrás ofbeldisins. En samfélagið svaf þyrnirósarsvefni. Með þögn og athafnaleysi virðast bæjarstjórnarmenn, barnaverndarnefnd, sýslumannsembætti og lögregluþjónar staðarins, ekki hafa sinnt lögboðnum starfsskyldum. Kennarar grunnskólans, prestur, vinnustaðir, nágrannar, leikfélagar, leygubifreiðastjórar, staðarblöð og almennir fjölmiðlar virðast hafa vitað, en þagað. Allt bæjarsamfélagið virðist hafa lagst á eitt við yfirbreiðslu þagnarinnar. Ekki til verndar systrunum barnungu. Heldur til verndar stjórnsýslu, embættismönnum og stofnunum staðarins. Til verndar sjúkum föður og ofbeldisfélögum hans. Ofdrykkjumönnum. Systurnar fengu ei notið verndarákvæða stjórnarskrár og laga. Hver hefðu viðbrögð samfélagsins orðið, hefðu fréttir borist af systurnum rammvilltum og vanbúnum í illvirðri á heiðum uppi. Hefði þá sinnuleysi og þögn ríkt? Hefðu engar björgunaraðgerðir farið í gang? Með þögninni var ofbeldið verndað. Sinnuleysi samfélagsins og afskiptaleysi má flokka sem jafn alvarlegt afbrot og ofbeldið sjálft.
Heimildir: bókin ââ¬Åmyndin af pabba.ââ¬
Spurt árið 2013, er íslenska samfélagi að vakna?
Um bloggið
Gestur Janus Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.